|
Halló halló halló!!! Oj, hvað ég var pirruð í gær. Eftir að hafa farið í skólann klukkan átta, þaðan í leikfimi og svo söngskólann sat ég í strætó á leiðinni heim og hringdi í mömmu. Hún minnti mig á ða ég hefði ætlað að passa fyrir systu. Jæja, þarna fór tækifærið til að fara á Gettu betur! Svo kem ég heim og fæ mér að borða og þá tilkynnir mamma mér að ég þurfi að keyra sjálf til systuu og þá heim líka. Lilli gutt var hjá afa sín og þá hafði systa ekki einu sinni spurt hann hvort hann gæti passað en samt á hann heima á móti þeim. Svo fóru þau náttlega á Hringadróttinssögu og systa var ekki komin heim fyrr en kortér fyrir tólf. Þá var ég hálf sofandi í sófanum og þurfti að rífa mig upp á rassgatinu til að keyra heim og leggja í bílskýlið. En ég fékk góðan nætursvefn. Glaðvaknaði rétt áður en vekjaraklukkan hringdi, á slaginu sjö!! Fríkí!!!
skrifað af Runa Vala
kl: 12:16
|
|
|